top of page

Nauðgunarlyf

​​Helstu tegundir nauðgunarlyfja eru smjörsýra, Rohypnol og Ketamine.

Þessi lyf eru stundum kölluð nauðgunarlyf þar sem þau eru notuð við kynferðisglæpi. ​

​

Verkan lyfjanna leiðir til þess að fórnarlamb verður hjálparlaust, ófært um að veita mótspyrnu og man ekki eftir verknaðinum. ​

Nauðgunarlyf eru oft lyktar- bragð eða litlaus og því erfitt að vita hvort laumað hafi verið

í drykkinn þinn.



Útlit nauðgunarlyfja:​

Smjörsýra: Lyktarlaus og glær vökvi, hvítt duft eða pilla.​

Rohypnol: Pilla sem leysist upp í vökva, alveg lyktarlaus.​

Ketamine: Hvítt duft.

​​​

Áhrif nauðgunarlyfja á fólk:​​
Lyfin geta haft skjót áhrif, en hversu lengi áhrifin vara er breytilegt og fer eftir stærð skammtar sem og áfengismagni sem viðkomandi hefur neytt. Áfengi í bland við lyfin hefur enn skaðlegri áhrif áhrif á heilsuna. Auk þess er hægt að búa til smjörsýru í heimahúsum og því ómögulegt að vita hvaða efni eru í þeim.


Möguleg áhrif:​

​​- afslöppun
- sljóleiki
- svimi
- flökurleiki
- sjóntruflanir
- meðvitundarleysi (black out) 
- flog
- minnisleysi á meðan lyfin voru virk
- öndunarerfiðleikar
- skjálfti
- aukin svitamyndun
- uppköst
- hægur hjartsláttur
- draumkennd upplifun
- dá

- dauði​​

Hér fyrir neðan má sjá þátt Málið með Sölva sem sýndur var á Skjá Einum fyrr á árinu, en þátturinn fjallaði um nauðgunarlyf.

© 2013 by safeCube

  • w-facebook
  • Instagram Clean
bottom of page