
Nauðgunarlyf
Helstu tegundir nauðgunarlyfja eru smjörsýra, Rohypnol og Ketamine.
Þessi lyf eru stundum kölluð nauðgunarlyf þar sem þau eru notuð við kynferðisglæpi.
Verkan lyfjanna leiðir til þess að fórnarlamb verður hjálparlaust, ófært um að veita mótspyrnu og man ekki eftir verknaðinum.
Nauðgunarlyf eru oft lyktar- bragð eða litlaus og því erfitt að vita hvort laumað hafi verið
í drykkinn þinn.
Útlit nauðgunarlyfja:
Smjörsýra: Lyktarlaus og glær vökvi, hvítt duft eða pilla.
Rohypnol: Pilla sem leysist upp í vökva, alveg lyktarlaus.
Ketamine: Hvítt duft.
Áhrif nauðgunarlyfja á fólk:
Lyfin geta haft skjót áhrif, en hversu lengi áhrifin vara er breytilegt og fer eftir stærð skammtar sem og áfengismagni sem viðkomandi hefur neytt. Áfengi í bland við lyfin hefur enn skaðlegri áhrif áhrif á heilsuna. Auk þess er hægt að búa til smjörsýru í heimahúsum og því ómögulegt að vita hvaða efni eru í þeim.
Möguleg áhrif:
- afslöppun
- sljóleiki
- svimi
- flökurleiki
- sjóntruflanir
- meðvitundarleysi (black out)
- flog
- minnisleysi á meðan lyfin voru virk
- öndunarerfiðleikar
- skjálfti
- aukin svitamyndun
- uppköst
- hægur hjartsláttur
- draumkennd upplifun
- dá
- dauði
Hér fyrir neðan má sjá þátt Málið með Sölva sem sýndur var á Skjá Einum fyrr á árinu, en þátturinn fjallaði um nauðgunarlyf.