top of page

Recent news​

„Þú verður bara að fylgjast betur með glasinu þínu“

29. október 2012

 

Thelma Dögg Guðmundsdóttir, er ung kona sem, vill að fólk átti sig á hættunni á því að einhverjir óprúttnir aðilar setji pillur, eða lyf í drykki á skemmtistöðum. Sjálf tók hún eftir slíkri pillu í glasinu sínu á skemmtistað í borginni síðastliðið laugardagskvöld. Í kjölfarið hefur hún stofnað Facebook síðu og vill að skilaboðin berist sem víðast. Hún segir þó sjálf að sér finnist það óþolandi að þurfa að gæta þess að enginn hafi eitrað fyrir sér, það eigi að teljast sjálfsagður hlutur að fólk geti skemmt sér án þess að eiga það á hættu.

Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf

29. febrúar 2012

„Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf.

Lyfjanauðgunum fjölgaði í fyrra

04. apríl 2013

Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum.

Lyfjanauðgunum gegn karlmönnum fjölgar

06. apríl 2013

Karlar leita í auknum mæli til Aflsins, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi á Norðurlandi. Formaður samtakanna segir að meira beri á lyfjanauðgunum gegn karlmönnum en áður.

Aldrei hafa eins margir leitað til Stígamóta vegna hópnauðgana og lyfjanauðgana eins og í fyrra.

„Er ekki farið að sjást á henni – eigum við að tala við hana núna?“

30. október 2012

Enginn kom ungri konu til bjargar eftir að henni var byrluð ólyfjan



„Sjáið hvað þessi stelpa er rosalega vel í glasi,“ sögðu gestir á skemmtistað borgarinnar þegar að ung kona reyndi að koma sjálfri sér til bjargar eftir að hafa verið byrluð ólyfjan.

Enginn sá ástæðu til að aðstoða hana fyrr en að vinur hennar sá hana og kom henni til bjargar.

Unga konan er Sólveig Gylfadóttir, fyrirsæta og nemi í Söngskóla Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem hún verður fyrir slíku.

Í fyrra skiptið var hún aðeins fimmtán ára. Þá var henni byrluð ólyfjan á tónleikum og nú fyrir stuttu gerðist þetta aftur.

„Er enn að jafna mig eftir þetta drasl: Get varla ímyndað mér hvernig er að fá þetta með miklu áfengi“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason eftir að hafa tekið inn nauðgunarlyf.

Eins og Pressan hefur skýrt frá vinnur Sölvi að fréttaskýringarþætti um notkun nauðgunarlyfja á Íslandi en hún virðist afar útbreidd.

© 2013 by safeCube

  • w-facebook
  • Instagram Clean
bottom of page